Tilraunasíða Rúnars
miðvikudagur, mars 07, 2007
 
Ef einhver er að villast hér inn ennþá þá er rétt að láta vita að undirritaður er farinn að tjá sig á Moggablogginu, slóðin er http://rungis.blog.is

Njótið
 
laugardagur, janúar 20, 2007
 
Veit ekki hvort einhver sem les þessa síðu sá eitthvað úr opnunarleik HM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi nú um stundir, er möguleiki á að einhver viti ekki af mótinu eftir að hafa séð Moggann í dag?

En allavega, ég dó úr hlátri þegar ég sá úr leiknum, þeir félagar Chernega og Poladensko, rússnesku dómararnir voru í hvítum búningum. Já hvítum bol og hvítum stuttbuxum, er hægt að fá hallærislegri dómarabúning? Eitt að fara í hvítan bol, en að hafa hvítar buxur við, ojjjjjjjjjjj.

Annars virðist ómögulegt að fá að sjá leiki Íslands í riðlakeppninni í sjónvarpi hér í Danmörku, ég lifi það svo sem af.
 
laugardagur, janúar 13, 2007
 
Verð að mæla með Baggalútsþætti morgunsins á Rás2 í morgun, hreint út sagt magnaður.

Álftagerðisbræður að syngja á opnun Ólympíuleikanna í Aþenu og Geirmundur í deilum við Spice Girls gellurnar.

Athugið að ef þið eruð að skoða þetta eftir 27. janúar 2007 þá getið þið ekki heyrt þetta.
 
föstudagur, nóvember 10, 2006
 
Langi Seli fann skeggjaðan Sjálfstæðismann, Guðmund Karlsson. Spurning um að finna manninn og taka viðtal við hann.

Mæli með að fólk lesi skrif Langa Sela á heimasíðu Skallagríms, alltaf gaman að lesa frásagnir mjólkurpósts, það er reyndar hægt að lesa meira um þær á bloggi kauða.

Annars er Gylfi Ægisson sextugur í dag og afmælisveisla á Rás2 kl 15, skora á alla að hlusta. Maðurinn er snilld. Stefán Karl var sem bestur þegar hann hringdi í Sniglabandið á Rás 2 í sumar og þóttist vera Gylfi, óborganlegt.
 
þriðjudagur, október 31, 2006
 
Mér finnst það alltaf jafn skondið þegar fréttalesarar eru að lesa fréttir um efni sem þeir vita ekkert um.
Nú í morgun var Linda Blöndal að lesa fréttir á RÚV og þar var meðal annars frétt um Frank Rijkaard og hún las nafn hans (lesist með íslenskum framburði) Frank Ríkard. Seinna í sama fréttatíma var hún að lesa úrslitin úr enska boltanum í gær þar sem áttust við Man City og Middlesborough. Linda sagði "Manchester, nei Man City og Middlesborough áttust við"

Er enginn að finna skeggjaðan sjálfstæðismann, frétti að forseti bæjarstjórnar Garðabæjar hafi verið spurður að þessu í gær og hann gat ekki fundið neinn.
 
fimmtudagur, október 26, 2006
 
Mogginn var að skrifa í morgun um frammistöðu körfuboltamanna á Íslandi út frá jöfnu sem ættuð er úr NBA deildinni og á að meta leikmenn út frá tölfræði þeirra.

Þessi tala hefur verið reiknuð í Leikvarpi KKÍ síðan það fæddist sem ég man nú ekki nákvæmlega hvenær var. En það var Gunnar Freyr Steinsson sem bjó það til, sem og orðið Leikvarp. Og í greininni í Mogganum í morgun var talað um Leikvarp.

Ég var svo að ræða þetta við Gunna Frey á msn í dag og þá átti hann þetta gullkorn.

"ég horfði á þetta, og hugsaði með mér að svona hefði guðna kolbeinssyni liðið þegar hann sá orðið "stoðsending" fyrst á prenti "
 
þriðjudagur, október 24, 2006
 
Var að spjalla við pabba um daginn og hann hafði heyrt einhverja umræðu um skeggjaða þingmenn og að það væri mikið algengara að vinstri sinnaðir þingmenn væru skeggjaðir og það finndist varla þingmaður Sjálfstæðismann með skegg.

Ég er búinn að vera að hugsa þetta og jú, Hjálmar Jónsson var með eitthvað skegg. Guðjón Arnar var varaþingmaður þeirra og er með eitthvað smá skegg.

En svo ef maður fer í VG þá er formaðurinn með skegg, Jón Bjarnason, Ögmundur Jónasson og af gömlum Alþýðubandalagsmönnum, t.d. Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og ég gæti haldið áfram.

Ef einhver getur nefnt Sjálfstæðismenn sem hafa setið á þingi og eru skeggjaðir þá eru þeir beðnir að setja það í comment.
 
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur