Tilraunasíða Rúnars
mánudagur, maí 02, 2005
 
Úrslitakeppninni er nú lokið hér í Danmörku. Og eins og sönnum körfuknattleiksáhugamanni og þátttakenda hefur maður drukkið í sig alla umfjöllun sem maður hefur fundið um leikina.
Það sem vakti athygli hjá mér voru viðbrögð tveggja þjálfara eftir tapleiki sinna liða. Spjallverjar og fjölmiðlar hökkuðu dómara leikjanna í sig fyrir frammistöðu sína, en svo komu viðtöl við þjálfara liðanna og báðir brugðust eins við. Sögðu dómarana hafa staðið sig vel en leikmenn þeirra hefðu misst höfuðið.
Annar var Pete Hofmann þjálfari Horsens sem lenti í því í leik um bronsið í deildinni, á heimavelli að besti erlendi leikmaður liðsins og deildarinnar fékk sína fimmtu villu og brást illa við og hlaut að lokum tæknivillu. Þegar þetta gerðist var leikurinn í járnum en þarna fékk Svendborg 2 skot og boltann og náði því vænlegri stöðu. Stuttu seinna var dæmt skref á Horsens og einn leikmanna liðsins missti sig og var að lokum vikið af velli. Eins og fyrr segir voru fjölmiðlar og spjallverjar mjög ósáttir við dómara leiksins en Hofmann þjálfari Horsens kom í blaðaviðtal daginn eftir þar sem hann var mjög sár við sína leikmenn. Sagði þetta óafsakanlega framkomu þeirra í svo mikilvægum leik og ekki síst á þessum tímapunkti.
Nokkrum dögum seinna lék Bakken bears við SISU á útivelli og var þar mikið dæmt og voru stóru leikmenn Bakken fljótlega komnir í villuvandræði og að lokum tapaði Bakken leiknum. Enn fóru spjallverjar og fjölmiðlar í skotgrafirnar og skutu dómara leiksins í kaf. En aftur kom þjálfari tapliðsins í fjölmiðla daginn eftir og skammaðist yfir að leikmenn sínir héldu ekki haus og var virkilega ósáttur við þá.
Nú er ég ekki að segja að þjálfara eigi alltaf að bregðast svona við, en samt er það í góðu lagi að þjálfarar styðji stundum við bakið á dómurum. Það er ekki þannig að það séu alltaf dómararnir sem gera mistökin, leikmenn og þjálfarar gera það líka. Og ég held að þjálfarar, leikmenn, dómarar og hverjir sem er verði meiri menn að viðurkenna mistök sín og sinna manna.
 
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur