Tilraunasíða Rúnars
mánudagur, apríl 25, 2005
 
Ég ætlaði alltaf að vera búinn að henda ferðasögunni frá Póllandi hérna inn, en allavega þá er þetta hún.

Á haustmánuðum fékk undirritaður símtal frá meðlimi dómaranefndar danska körfuknattleikssambandsins þar sem hann var spurður hvort hann hefði möguleiki á að vera í Póllandi í viku í apríl að dæma á HM skólaliða. Ég taldi að ætti nú allt að geta gengið upp og var mér sagt að þrír dómarar myndu keppast um tvö sæti til Póllands. Í lok janúar kom svo í ljós að aðeins einn dómari myndi fara þar sem skólinn sem hafði unnið mótið heimafyrir, bæði stráka og stelpna dróg bæði liðin út vegna peningaskorts. Því fór aðeins skóli númer tvö hjá strákunum og þ.a.l. bara einn dómari. Í lok febrúar var mér svo tilkynnt að ég hafi verið valinn.Laugardaginn 3. apríl hófst svo ferðin með lestarferð seint að kveldi til Nyborg þar sem ég gisti um nóttina og fór snemma morguns með liði skólans í skólarútunni akandi til Wroclaw í Póllandi. Eftir nærri 15 tíma ferðalag í rútu og tveimur skipum var svo loks komið á áfangastað, ágætt því bók Dans Browns, Englar og djöflar var búin. Á fundi um kvöldið kom fram að mót þetta yrði mjög frábrugðið fyrri mótum sem þessum vegna andláts Páfans, en hann var jú fæddur Pólverji og 99,9% Pólverja heittrúaðir kaþólikkar. Því var allt í lamasessi þarna og bannað að spila tónlist milli leikja og yfirleitt bannað að gera nokkuð sem þótti skemmtilegt. Ég hugsa að Pólverjarnir hefðu verið því fegnastir ef mótið hefði ekki orðið. En allt gekk þetta þó. Það að vera í þessu landi á þessum tíma var mikil upplifun, sem ekki mjög kirkjurækinn Íslendingur innan um allt þetta mjög svo trúaða fólk á miklum sorgartímum er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum. Fyrstu dagana var maður nú mest að bölsóttast út í þetta en eftir að hafa komið inn í kirkju kvöldið fyrir jarðarförina þar sem maður varð fyrir mikilli upplifun þá skilur maður þetta betur. Þetta sama gerðist fyrir enskan dómara sem var álíka mikið að bölsótast og ég, hann fór einn dag til Katowice þar sem hann varð fyrir upplifun sem gjörbreytti viðhorfi hans.Hótelið var fjögurra stjörnu hótel, mjög fínt en maturinn hefði getað verði betri. Sjálfsagt er það þannig þegar menn koma til Íslands að þeim finnst margt skrýtið sem er boðið uppá. En vatnið og brauðið bjargaði manni oft.Daginn eftir hófst svo mótið, þarna voru 24 drengjalið og 24 stúlknalið, hámarksaldur keppenda miðaðist við að vera fæddur 1988. Fyrsti daginn voru dæmdir tveir leikir í stúlknaflokki, Tyrkland – Búlgaría og Frakkland – Slóvakía. Meðdómarinn var Johnny Jacobs frá Belgíu, fínn náungi sem gott var að dæma með. Leikirnir voru fínir, Tyrkirnir tóku Búlgarina létt enda Tyrkir með frábært lið þarna og léku á endanum til úrslita. Slóvakar unnu Frakka með einu stigi í mögnuðum leik og var franski þjálfarinn allt annað en ánægður með meðdómara minn, en svona er jú lífið.Daginn eftir voru það svo tveir drengjaleikir, Eistland – Írland og Ungverjaland – Austurríki. Nú var dómarinn Frakki sem talaði mjög svo franska ensku, ég skildi það þó að hann var ákaflega heillaður af kvenkosti Wroclawborgar, öllum ljóskunum. Mér varð nú bara hugsað til þess ef þessi maður kæmi til Norðurlanda, það væri draumur fyrir hann. En þetta gekk allt vel og báðir leikir mjög spennandi. Írarnir pressuðu allan fyrsta leikhlutann og komust langt yfir en í öðrum leikhlutanum komu Eistar til baka. Í þeim þriðja sölluðu Írar niður þriggja stiga og í fjórða komu Eistar tilbaka en ekki nógu langt. Í byrjun leiks Austurríkis og Ungverjalands var ljóst að við þurftum að breyta mekkanik okkar dóamaranna eilítið þar sem Ungverjarnir léku box and one vörn þar sem einn Austurríkismaðurinn var gjörsamlega tekinn úr umferð. Einn varnarmaður stóð þétt upp við hann allan tímann og lamdi hann reglulega í kviðinn. Það var líka ljóst að ef þessi Austurríski strákur fékk boltann þá skoraði hann. Ungverjarnir fengu fjöldan allan af villum og skildu ekki neitt í neinu. Eineygði þjálfari þeirra var verulega ósáttur við Íslendinginn eftir leikinn sem þeir töpuðu en sá Austurríski var sáttur við Íslendinginn en sagði að Frakkinn væri blindur. Það hlýtur þá að hafa verið dæmt jafnt á bæði lið!!Á miðvikudeginum átti að vera frídagur í mótinu en vegna þess að jarðaför Páfans yrði á föstudag var föstudagur gerður að frídegi. Ég dæmdi því einn leik á miðvikudag, Írland – Lettland stúlkur. Meðdómari átti að vera Eisti en vegna mistaka í niðurröðun var honum skipt út fyrir Ungverja. Það var viðkunnalegasti náungi sem kunni mjög lítið í ensku. Þetta hafðist þó allt og írsku stelpurnar sigruðu í skemmtilegum leik. Þær léku pressu líkt og írsku drengirnir enda sami þjálfari.Á fimmtudeginum var svo einn leikur, nú átti ég aftur að dæma með Eistanum, en aftur voru gerð mistök og ég dæmdi með Martinu Roos frá Finnlandi. Stelpa sem ég hitti fyrst á Scania Cup 1998 og þar hefur hún mætt síðan, þangað til núna. Leikurinn var leikur Tékkland – Írland þar sem Írarnir sýndu enn einu sinni pressuna sína og burstuðu Tékkana.Eins og fyrr segir var föstudagurinn frídagur, hver dómari fór því með sínu liði í skoðunarferð. Leiðsögumaður okkar “Dananna” reyndi að tjá sig á ensku en átti erfitt með það svo fljótlega gafst ég upp á að hlusta og tók bara myndir. Miðbær Wroclaw er ákaflega fallegur, mikið af gömlum og fallegum húsum. Bærinn stendur líka við ánna Oder og á henni eru margar eyjar, borgin er því kölluð Feneyjar Póllands. Í henni eru 120 brýr. Það sem mér þótti flottast var hringlaga hús, hvelfing sem er með málverki sem er í 360 gráður og uppstilltir hlutir tengjast málverkinu sem lýsir stríði milli Pólverja og Rússa fyrir einhverjum áratugum eða hundruðum.Um kvöldið var svo boðað til dómarafundar, þegar menn mættu svo kom í ljós að þetta var nú meira gleðskapur þar sem mönnum var þökkuð koman og boðið upp á bjór. Nú var búið að jarðsyngja Páfann og því hægt að gera sér glaðan dag. Þetta var hið skemmtilegasta kvöld, enda alltaf gaman þar sem 2 eða fleiri dómarar hittast. Mikið sprellað. Herbergisfélagi minn sem var Kýpverji tók sig til þetta kvöld og kenndi mér lítið eitt í grísku, ég fór svo og sagði þetta við Grikkina og það dóu allir úr hlátri. Ég er reyndar ekki enn búinn að ná hvað þetta þýðir, en hvað með það.Á laugardeginum voru svo úrslitaleikirnir. Hlutskipti mitt var að dæma stelpnaleikinn um 23. sæti, tvö lélegustu liðin í mótinu. Austurríki – Kýpur. Austurríki vann með 50 stigum í hundleiðinlegum leik. Meðdómari var Íri sem talaði sína ensku eins og alvöru Íri. Helsti kostur hans er að hann er Liverpool aðdáandi eins og undirritaður og leiddist okkur ekkert sigur okkar manna á Juventus í vikunni.Á eftir var svo farið og fylgst með úrslitaleikjum stúlkan og drengja. Stúlknaleikurinn var milli Spánar og Tyrklands þar sem Spánn vann. Í þessum liðum voru nokkrir frábærir leikmenn. Í karlaleiknum voru það erkifjendurnir Tyrkir og Grikkir. Tyrkir unnu leikinn með frábærum leik tveggja leikmanna. Það er annars merkilegt hvað þetta unga fólk er þroskað, maður velti því fyrir sér hvað því er gefið að borða. T.d. voru kínverskuleikmennirnir ekki vitund líkir þeirri stöðluðu mynd af Kínverjum sem maður hefur. Risa stórir og sterkir drengir.Það setur líka leiðinlegan blæ á þetta mót að reglur eru mismunandi í mismunandi löndum. Sum lið senda landslið en önnur aðeins leikmenn úr einum skóla. T.d. heyrði ég það að á Spáni er það þannig ef menn komast í landslið þá verða þeir að fara í ákveðinn skóla, það var jú skólinn sem tók þátt í mótinu. Eins er þetta í Tyrklandi, Grikklandi og Frakklandi hef ég heyrt. Eftir úrslitaleikina var svo kveðjuhátíð þar sem allar þjóðir gengu inn með skiltabera á undan með nafni hverrar þjóðar og miklar danssýningar voru og í lokin sýndi hver þjóð söng eða dans frá sýnu landi. Þetta átti víst að vera á þriðjudagskvöldinu en vegna sorgarinnar var það ekki haldið frekar en opnunarhátíðin. En það var gaman að sjá hversu mikið var lagt í lokahátíðina.Strax að henni lokinni var svo ekið af stað til Danmerkur, eftir klukkutíma bið á landamærunum, tvær sjóferðir, lestarferð og strætóferð kom ég svo heim18 tímum seinna. Það var virkilega gott að komast loksins heim í faðm fjölskyldunnar og sitt eigið rúm. Þetta mót fer þó sannarlega í reynslubankann, þarna kynntist maður dómurum hvaðan að úr heiminum og fræddist um hvernig málum er háttað hjá þeim. Þarna eignaðist maður félaga sem maður getur leitað til ef maður er á ferð í þeirra heimalöndum.Það er líka krefjandi að dæma með mönnum sem maður hefur ekki hitt fyrr og samskptin eru jafnvel lítil vegna tungumálaörðugleika. Það er líka krefjandi að dæma hjá liðum sem maður hefur ekki séð áður og sjá hvernig körfuknattleik þau leika.Maður varð líka vitni af því enn og aftur hversu heimurinn er lítill. Ungverski dómarinn sem ég dæmdi með var góður kunningi Agusto Nagy sem þjálfaði á Króknum um árið. Grísku dómararnir könnuðust við Olafsson sem lék í Grikklandi í vetur, semsagt Fannar Ólafsson. Það gerði einnig annar þýski dómarinn enda er hann formaður körfuknattleikssambands Bayvern eða hvað það heitir landið/fylkið/sýslan sem Ulm er í. Hann hafði séð Fannar spila fyrir hálfum mánuði og var ánægður með baráttu hans. Grikkirnir sögðu að hann væri alltaf að ýta á bakið, veit ekki hvað þeir eru að meina. Englendingurinn var á Scania Cup um páskana og mundi eftir öllum Íslendingunum, þó mest Björgvini sem hann sagðist hafa kallað Per allan tímann og Bjöggi hafi svarað því. Liðið frá Englandi kom frá Barry en það er körfuboltaskóli sem Laszlo Nemeth stofnaði og íslenskir þjálfarar hafa heimsótt campinn þeirra á sumrin, t.d. Pétur K. Guðmundsson. Luc Meich frá Lúxemborg hefur nokkrum sinnum komið til Íslands að dæma á vegum FIBA og kannaðist við hitt og þetta, þá sérstaklega Kaffi Reykjavík.Maður sá það nú samt í þessu móti hversu mikil pólitík er í þessum heimi. Tækninefnd mótsins var að mestu skipuð fólki frá Austur Evrópu enda voru það dómarar þaðan sem dæmdu flesta alvöru leiki. Við sem komum frá smálöndum vorum mest að dæma hjá þjóðunum í neðri sætunum.Það má því segja að ég sé heilt yfir mjög sáttur við ferðina og þetta er eitthvað sem á eftir að nýtast manni í baráttunni það sem eftir er.
 
föstudagur, apríl 08, 2005
 
Jaeja ta er buid ad jarda pafann, spurning hvort folk her i Pollandi fer ad brosa aftur. Eg vard reyndar fyrir upplifun i gaer. Oll tessi sorg var farin ad fara svolitid i pirrurnar a mer en i gaerkvoldi var eg uti ad rolta med BeNeLux mafiunni og vid komum ad kirkju tar sem var stor mynd af Pafa fyrir utan og morg hundrud kerti. Vid stoppudum tarna og kiktum svo inn og tar voru enn fleiri hundrud af kertum og eg verd ad segja ad tetta hafdi allt ahrif, upplifunin var otruleg og vidhorfid til tessa alls breyttist.

Annars er motid ad klarast, urslitaleikirnir a morgun og eins og i ollum alvorum motum skiptir mali hvadan tu ert i heiminum til ad tu fair alvoru leiki. Eg a ad daema leikinn um 23. saeti kvenna. Tvo lelegustu lidin - Kypur - Austurriki. Madur tekur tvi bara eins og tad er. Enskur domari sem er a leid a FIBA namskeid i sumar fekk leikinn um 21. saeti!!! Eg verd to allavega med finum gaur fra Irlandi. Poolari og vid erum ad spa i ad daema i Liverpooltreyjunum okkar, enda voru okkar menn ad standa sig vel med sigri a Juventus. En talandi um fotbolta, hvad var gorillan fra Hollandi ad spa tegar hun daemdi vitid a Chelsea. Hollendingarnir her eru bunir ad vera ad rettlaeta tetta en tad er ekki haegt, tetta var aldrei viti.

En Hofi var ad spyrja hvad vaeri rett og hvad vaeri rangt i Englar og djoflar. Tad er nu ekki tannig ad bokin hafi verid krufin fra fyrstu til sidustu sidu. En allavega kosning nys Pafa skal hefjast i fyrsta lagi 15 dogum eftir lat hans og i seinasta lagi 20 dogum. Til ad vinna tarf 75% atkvaeda en eftir 46. kosningu tarf adeins 50% og tad er adeins kosid 52 sinnum. Eg verd ad vidurkenna ad eg man ekki hvad gerist ef enginn faer 50%. Og gaurinn sem styrir kosningunum hann getur verid kosinn, ekki eins og tad var i bokinni ad hann gaeti ekki verid kosinn. Reyndar er tad tannig ad teir skipta a 2 daga fresti.
Menn eru lika spenntir ad sja hver verdur kosinn. Nylatinn Pafi var duglegur ad gera folk utan Evropu ad kardinalum svo atkvaedin dreifast vidar en oft adur. Teir katolikkar sem eg hef raett vid vilja helst fa einhvern fra Afriku eda Sudur Ameriku.

I dag var fridagur i motinu eins og gefur ad skilja. Tvi var haldid i skodunarferd og tar totti mer merkilegast hringlaga hus sem er malverk ad innan, 360 gradur malverk og uppstilltir hlutir sem tengjast saman og lysa stridi milli Polverja og Russa fyrir einhverjum hundrudum ara. Mjog flott.

Eg skrifadi sidast ad eg vaeri ad fara ad daema med Eista sem taladi ekki ensku, tad var reyndar ekki rett tvi motsnefnd gerdi mistok og eg daemdi med Ungverja sem kunni enga ensku. Eistinn kann helling i ensku. En eg daemdi leik Ira og Letta kvenna med Ungverjanum og tad gekk vel, finn leikur. Eg nefndi Agoston Nagy sem var a Kroknum ad tjalfa a sinum tima vid Ungverjann og ta var tetta felagi hans, litill heimur.
I gaer atti eg svo ad daema aftur med Eistanum og aftur gerdi motsnefnd mistok og eg daemdi med Martinu Roos fra Finnlandi. Stelpa sem eg hitti fyrst a Scania Cup 1998 og er finn domari og gaman ad daema med. Vid daemdum leik Ira og Tekka straka og Irar burstudu leikinn. Teir spila mjog skemmtilega og ahrifarika pressu.

En eins og adur sagdi skrapp eg i baeinn i gaer med BeNeLux mafiunni. Magnad ad hlusta a tessa menn tala saman. Tad er franska, hollenska, tyska og enska sem er tolud fram og tilbaka. Nu er madur buinn ad hlusta svo mikid a hollensku ad eg er farinn ad skilja adeins i henni. Annar Belginn er logreglustjori i Belgiu svo madur er i godum malum ef madur lendir i veseni i framtidinni i hans umdaemi!!
Hann baud okkur lika ad koma eftir 5 ar tegar hann daemir sinn sidasta leik i belgisku urvalsdeildinni. Ta aetlar hann ad dansa med klappstyrunum.

Laet tetta duga nuna, best ad fara ad koma ser i matinn. Orugglega ekki kjot tar sem katolikkar mega ekki borda slikt a fostudogum. Maturinn her er alltaf spennandi en tetta sleppur allt. Tad verdur samt gott ad komast heim i matinn hja frunni. Tad er eitthvad sem madur tekkir og smakkast akaflega vel.
 
miðvikudagur, apríl 06, 2005
 
Nu er kappinn i Pollandi, staddur a netkaffi med polskt lyklabord!!

Er her ad daema a HM skolalida, 24 strakalid og 24 stelpnalid.

For af stad a laugardaginn med lest fra Arosum til Nyborg tar sem eg gisti um nottina og klukkan 7 morguninn eftir var farid af stad i skolarutunni, 25 ara gamall straeto sem er farinn ad lata toluvert a sja. Med i for 10 16 ara gaurar og 1 stelpa, auk 2 kennara. 15 timum seinna, 2 batsferdum og akstri a omurlegum vegum Pollands var komid til Wroclaw. Tar var okkur tilkynnt ad vegna andlats Pafans daginn adur yrdi motid mjog ovenjulegt, ekki ad eg hafi nokkud vitad um tetta mot adur. En tad matti semsagt ekki leika neina musik tangad til Pafinn yrdi jardadur og varla brosa. Margar budir eru lokadar og allt i bullinu. Allavega finnst okkur sem erum ekki katolikkar tad. I dag atti ad vera fridagur en hann verdur a fostudaginn tegar Pafinn verdur jardadur. A hotelinu eru 15 sjonvarpsstodvar og tad er efni um Pafann a 12 teirra allan solarhringinn. Eins og Steve Ellis fra Englandi ordadi tad, hann hafdi ekki hugmynd um hvad curling var adur en hann kom, en hann sat i 5 tima i gaer spenntur yfir tvi!!!!!

Eg daemdi tvo leiki a manudag, Tyrkland - Bulgaria og Frakkland - Slovakia stelpur med belgiskum domara, Jhonny Jackobs, var vist FIBA domari her adur fyrr. Hann er mikill toffari og kjafturinn stoppar ekki a honum allan solarhringinn og tungumalid skiptir ekki mali, hollenska, flaemska, franska, tyska eda enska. No problemo eins og hann segir. Svo slaer hann um sig vid stelpurnar a polsku, grisku, tyrknesku og hvad tetta nu allt heitir. I gaer voru tad svo 2 leikir hja strakum. Irland - Eistland og Austurriki - Ungverjaland og meddomarinn var Frakki sem taladi ekki mikla ensku. Tetta eru serstakar stundir oft, Islendingur, Frakki og griskur eftirlitsmadur og eg bestur i ensku, sjaldgaeft. Enda er ekki mikid spjallad i pasunum. I dag klukkan 4 er svo kvennaleikur med eistneskum domara sem talar vist enga ensku!!!

Her er madur annars buinn ad kynnast fullt af finu folki. Steve Ellis fra Englandi hefur verid tvisvar a Scania og mundi eftir Bjogga, sem hann sagdist hafa kallad Per allan timann og Bjoggi bara svarad. Svo eru Hollendingarnir, Tjodverjarnir, Belgarnir, annar Ungverjinn, Austurrikismennirnir og Finnarnir finir. Herbergisfelaginn er fra Kypur, mjog serstakur og sem betur fer hef eg verid treyttur a kvoldin ad eg get sofnad tratt fyrir hroturnar.

Vedrid her er klassi, taeplega 20 stiga hiti og sol alla daga. Reyndar ekki gott tegar madur verdur ad eyda hluta ef deginum inn a herbergi ad laera, en madur beitir sjalfsaganum i tad.
En hotelid er fint og maturinn batnar, kjuklingurinn a manudaginn var ekki daudur og tess vegna ekki etinn. En fin supa i forrett og kaka i eftirrett bjargadi malunum.

En aetli eg lati tetta ekki duga, a eflaust eftir ad maeta aftur a tetta netkaffi adur en eg sest upp i rutuna til ad eyda 15 timum i ad keyra heim. Eins gott ad hafa goda bok, las Engla og djofla eftir Dan Brown a leidinni hingad. Svolitid videigandi a tessum timum tegar Pafinn var ad deyja. Lika fint ad vera innan um alla katolikka og fa ad vita hvad er rett og hvad er rangti bokinni.
En eg maeti aftur, enda kostar klukkutiminn bara 3 zlots sem eru ca 60 islk kr, ekki mjog dyrt tad.
 
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur