Tilraunasíða Rúnars
þriðjudagur, desember 21, 2004
 
Kíkið á þessa stórfallegu mynd.
 
miðvikudagur, desember 15, 2004
 
Ég hlít að vera að fara yfir um, er farinn að fylgjast grannt með EM kvenna í handbolta og fagna þegar "mínar" konur standa sig vel.

Það er auðvelt að hrífast með liði sem geislar af leikgleði og gengur vel, auk þess sem erfitt er að láta þetta mót framhjá sér fara hérna í Danmörku. Danir eru hin þjóðin í heiminum sem sýnir meira frá kvennahandbolta en karla, Norðmenn eru með sama sjúkdóminn.

Það er líka merkilegt með danska landsliðið að allir leikmenn liðsins leika í dönsku deildinni sem er jú gríðarlega sterk. Ef mig misminnir ekki þá voru dönsk lið í úrslitum allra Evrópumóta félagsliða kvenna í fyrra. Slagelse vann einmitt Meistaradeildina. Það er því jafnframt gaman að því að íslenskar handknattleikskonur leiki í þessari deild, en í ár eru a.m.k. tvær. Systurnar Hrafnhildur og Drífa Skúladætur leika með Árósaliðinu SK Arhus sem er reyndar í strögli í neðri hluta deildarinnar.


 
mánudagur, desember 13, 2004
 
Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld

Ég lærði þessar vísur Jóhannesar úr Kötlum þegar ég var ungur og hef svo sem aldrei spáð þannig í þær. En nú er maður orðinn uppalandi og dóttirin farin að setja skóinn í gluggann. Ég fór því að telja út hvenær Stekkjarstaur kæmi því ekki mundi ég það. Kíkti í þessar vísur og las um Kertasníki og taldi til baka. Kertasníkir hefði átt að koma í gærkvöldi. En samt setja allir skóinn í gluggann kvöldið áður. Ég ákvað að vera eins og hinir, annars þarf maður að vakna eldsnemma á Jóladag. En eftir sem áður er ósamræmi í þessu öllu.

Síðasta föstudag vakti mynd á baksíðu Urban athygli mína, mér fannst þessi mynd óttarlega íslensk. Myndin var var hálfgerðum kofa sem í var sjoppa og vidóleiga greinilega. Ég las myndtextann og þar stóð: "Því miður fannst ekki mynd af ástarleikjum humars, en þessi mynd af videóleigu á Íslandi er álíka áhugaverð." Ég hélt ég dræpist úr hlátri. Fann svo út að þessi videóleiga er í Grindavík og heitir Myndsel.
 
fimmtudagur, desember 02, 2004
 
Þegar Danir ferðast til Evrópu í hópum, t.d. í skíðaferðir þá er venjan að keyra í rútu. Oft eru þetta langar ferðir og þá er keyrt í einni bunu kannski 24 tíma og fólk sefur bara í rútunum. Svefnrútur, þar sem hægt er að leggja sætin niður og sofa. Skari svali kannast vel við þetta enda farið einhverjar ferðir svona. Slys í svona ferðum er algeng og margir dáið í slíkum slysum eftir að ég flutti til DK. Oftast verða slysin á hraðbrautum í Þýskalandi enda mikill hraði á bílum þar og það fer ekki vel saman við hálku. Einnig er þetta þannig að það eru tveir bílstjórar sem skiptast á að keyra og hinn á að sofa á meðan, en eitthvað virðist vanta upp á að menn leggi sig.
Nú er svo komið að Þjóðverjar hafa sett lög sem banna svefnrútur, þ.e.a.s. ef öryggisbeltin virka ekki bæði þegar fólk liggur og situr. En þeir leyfa rútur sem eru ekki með beltum!!!!

Magnaðir þessir Þjóðverjar.

Ég var annars að dæma minn annan leik í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Minn annar leikur á heimavelli Randers. Í fyrsta leiknum vakti einn kani heimamanna athygli mína og fannst mér hann minna mig á einhvern, datt helst í hug einhver leikmaður Harlem Globtrotters. En í gær fattaði ég það, hann er fyrirmynd Shrek, þéttur, hokinn og með svakalega hnakkaspik.
 
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur