Tilraunasíða Rúnars
sunnudagur, janúar 30, 2005
 
Svona af því að ég var að röfla um tækni við dómgæslu í knattspyrnu þá má ég til með að segja ykkur frá nýjung sem einhverjir skólafélagar mínir eru að þróa.
Þeir eru búnir að finna um tækni til að meta rangstöðu nákvæmlega á þeim tímapunkti sem þarf að meta það. Þetta eru einhverjir þrír nema sem eru settir á alla leikmenn og þegar knettinum er spyrnt þá skynja græjurnar hvar leikmenn eru staðsettir miðað við aðra leikmenn og ef um rangstöðu er að ræða þá er eitthvað sem titrar hjá aðstoðardómaranum. Það á reyndar eftir að þróa þetta betur, t.d. er erfitt að staðsetja skynjarana því annað hvort verður að líma þá á leikmennina eða næla í búninginn og þá mega menn ekkert vera að rífa sig úr fötunum eða í mjög harkalegum návígjum. Kannski strembið í fótbolta.

Væri þó strembnara í handbolta þar sem leikurinn gengur út á sveitt og innileg faðmlög af kröftugri gerðinni. Annars var ég að skoða Moggann á netinu í vikunni. Þar var mynd af þeim tveimur Íslendingum sem hvíldu í leiknum gegn Slóvenum, Ingimundi Ingimundarsyni og Hreiðari Guðmundssyni. Fyrsta sem ég tók eftir var að Hreiðar var með efri vörina stútfulla af tóbaki. Þetta þykir mér ekki sniðugt, þessi menn verða að átta sig á að þeir eru fyrirmyndir. Handboltaforystan keppist við að fá fleiri iðkendur og góður árangur landsliða hjálpar til við það. En fyrir unga iðkendur er það slæmt að sjá stjörnurnar fullar af tóbaki, þeir hljóta að hugsa að leiðin til að komast í landsliðið sé að nota nógu mikið tóbak! Þessi umræða hefur verið tekin áður og verður það eflaust áfram. Munntóbakið hefur lengi verið vinsælt í fótboltanum og eflaust í körfu og handbolta líka, sem og öðrum íþróttum. En mér þykir slæmt að menn geti ekki sleppt þessu þegar þeir eru undir merkjum landsliða og jafnvel félagsliða sinna. Þetta minnir mig þó á símtal sem ég heyrði í þættinum hans Valtýs Björns þegar ég var á Íslandi um jólin. Blessuð sé minnig þess þáttar. En það hringdi einhver inn og sagðist hafa séð Sigfús Sigurðsson með sígarettu á Glaumbar. Þetta sýnir kannski hvernig fólk lítur á þessa menn. Nú er Sigfús meiddur og alls ekki í landsliðinu, en fólk tekur eftir öllu sem svona þekkt andlit gera.

Svo er minn gamli skóli, Laugar, kominn í sjónvarpið í Gettu betur, það hefur ekki gerst síðan kallinn var sjálfur í liðinu - 1994. Árið áður komst skólinn einnig í sjónvarp. Sannarlega gaman að því að svona lítill skóli nái þessum árangri, líka gaman að sjá að skólinn sé á uppleið aftur. Mér hefur fundist hann í hálfgerðri lægð undanfarin ár en miðað við nýja heimasíðu nemendafélagsins virðist vera mikið líf þarna núna. Körfuboltaliðið vann líka sinn fyrsta sigur í 2. deildinni í mörg ár og það gegn stórliði Smára frá Varmahlíð.

Hvað haldið þið, pabbi gamli, fékk eitt atkvæði í kosningu um kynþokkafyllsta karlmann Íslands á Rás 2 á bóndadaginn. Og svo það sé á hreinu þá kaus mamma hann ekki, ef sá sem kaus hann les þetta þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að senda mér tölvupóst, runar@mikkivefur.is
Maður verður greinilega að bíða þar til maður verður fimmtugur til að komast á þennan lista.
Ég má líka til með að benda þeim sem ætla að leggja leið sína til Danmerkur á bílaleigu sem var að frétta af, DanskAutoRent. Þetta er sú ódýrasta sem ég hef heyrt um og ég hef reynslusögu frá fyrstu hendi sem gefur leigunni toppeinkunn. Sá var kominn 45 mínútum fyrr af stað frá Kastrup en hann hafði reiknað með og það var þjónustu þeirra hjá DanskAutoRent að þakka.

Svo smá tölfræði í lokin. CIA heldur úti ágætum síðum um allt mögulegt, þ.á.m. síður með allskyns upplýsingum um hverja þjóð í heiminum. Þar kemur fram að strandlengja Danmerkur er 7314 km en Íslands 2326 km styttri eða 4988 km, samt er Ísland 103.000 fkm en Danmörk aðeins 43094 fkm.
Reyndar var einhver umræða um að mælinar Landmælinga Íslands væru rangar, eitthvað fyrirtæki sem heitir Loftmyndir með nýjar niðurstöður. Ég las svo á vef Landmælinga að þær tölur sem Loftmyndir vitnuðu í væru gamlar, Landmælingar hefðu gefið út nýjar tölur löngu fyrr. Auk þess hef ég heyrt að mörg kort Loftmynda séu ekki alveg rétt. Skondið að hafa samkeppni í hvað Ísland er stórt.
Hver býður best.
 
sunnudagur, janúar 09, 2005
 
Var að kveikja á sjónvarpinu og renndi í gegnum stöðvarnar sem ég er með, Danir eru með þrjár beinar útsendingar frá íþróttum akkúrat núna. Fótbolti, handbolti og íshokký og í öllum tilvikum eru Danir að keppa. Sæi þetta í anda heima á Fróni.
Mér fannst þetta nú samt merkilegt um jólin, nú er enski boltinn kominn á Skjá einn og mér fannst vera fótbolti í sjónvarpinu alla daga og allan daginn stundum. Þetta er örugglega draumur margra en þeir sem fylgjast með þessu öllu gera ekki mikið meira - held í það minnsta að einhverjar konur röfli.

En ég datt inn á heimasíðu Landhelgisgæslunnar áðan og var eitthvað að skoða starfsmannalistann þar. Þar eru nöfn þeirra og starfsheiti. Mér dauðbrá þegar ég las starfsheiti tveggjast síðustu áhafnarmeðlima varðskipanna, þeir hafa starfsheitið VIÐVANINGUR. Ég hef alltaf túlkað þetta orð mjög neikvætt og finnst því merkilegt að einhverjir hafi þetta starfsheiti. Fyrir mér gæti eins staðið þarna AUMINGI.

Hvað haldið þið að sé að gerast í sjónvarpinu?? Það er verið að krýna bestu klappstýrurnar í danska fótboltanum! Mitt lið, AGF, vann - gaman að því.

Ég horfði á þátt í gær sem heitir Slagterhuset tur/retur og fjallar um ferð Bakken bears til Íslands í nóvember. Gaman að sjá körfuboltaÍsland með augum útlendinga. Líka gaman að sjá íslenska áhorfendur í stuði. Væri gaman ef einhver íslenska stöðin myndi fá þáttinn til sýningar, kostar örugglega ekki mikið og ég skal þýða hann frítt.
 
miðvikudagur, janúar 05, 2005
 
Það hefur pirrað mig mikið undanfarið þessi umræða um kjörið á Íþróttamanni ársins, að Kristín Rós Hákonardóttir hafi átt að vera ofar. Þessi umræða um að fatlaðir íþróttamenn njóti ekki jafnréttis hefur komið oft upp áður og pirrar mig alltaf jafn mikið. Mín skoðun er að það verði að líta á hversu stóran hóp fólks einstaklingurinn er að keppa við, hversu margir iðkendur eru í heiminum í hverri grein. Takið eftir ég tala um iðkendur en ekki áhorfendur/áhugamenn.

Ég er ekki með það á kristaltæru hversu margir eru í heiminum í þeim flokk sem Kristín Rós keppir í, en þeir eru ekki margir. Í íþróttum fatlaðra er fólki skipt í flokka eftir fötlun og þar eru mjög margir flokkar. Það er því að mínu mati ekki eins mikið mál að vinna til verðlauna þar eins og t.d. í knattspyrnu, frjálsum íþróttum eða körfuknattleik. Ég er ekkert viss um að það séu mikið fleiri í flokk Kristínar Rósar en stunda íslenska glímu, afhverju eru íslenskir glímumenn þá ekki hærra á lista þessum. Íslandsmeistarinn er jú jafnframt heimsmeistari. Það var líka einn hlustandi Skonrokks sem benti á það Kristín Rós var ekki einu sinni kosinn besti sundmaður Íslands, afhverju á hún þá að verða Íþróttamaður ársins.

Þessi rök sem ég tek með að greinar þar sem ekki margir keppendur eru á við um fleiri greinar, átti sérstaklega við um stangastökk kvenna á þeim tíma sem Vala Flosadóttir var upp á sitt besta.

Það er ekki spurning í mínum augum að Eiður Smári var sá eini sem átti þennan titil skilið fyrir árið 2004. Hann stundar knattspyrnu sem er útbreiddasta íþrótt heims, flestir iðkendur á heimsvísu. Hann er einn af lykilmönnum efsta liðs einnar af þremur bestu deildum í heimi og markahæsti leikmaður liðsins. Þeir eru í góðum málum í Meistaradeildinni sem er sterkasta knattspyrnukeppni félagsliða í heiminum. Hann lék mjög vel fyrir íslenska landsliðið á árinu sem þó skeit á sig. Mér finnst þetta bara frábær árangur og er líklega einn besti árangur íslensks knattspyrnumanns frá upphafi. Spurning með Ásgeir Sigurvinsson 1984. Albert Guðumundsson 1948 er ekki sambærilegur frekar en annar árangur íslenskra íþróttamanna á þeim árum. Það voru bara allir karlmenn í Evrópu látnir eftir stríðið. Því miður er þessi “frábæri” árangur Gunnars Huseby, Torfa Bryngeirssonar, Vilhjálms Einarssonar og Clausenbræðra ekki jafn merkilegur ef maður hugsar til þess hversu fáir karlmenn voru til í heiminum á þessum tíma.

Annars finnst mér það bara virðingarvert að Samtök íþróttafréttamanna standi að þessu kjöri, ég get ekki séð að þeim beri nein skylda til þess. Ég hef oft velt fyrir mér afhverju ÍSÍ stendur ekki að þessu sjálft. Íþróttafréttamenn geta valið þetta eins og þeim sýnist og í ár finnst mér þeir hafa valið rétt. Körfuboltamaðurinn í mér hefði þó viljað sjá Jón Arnór ofar en það verður seinna.

Að öðru.

Ég var að hlusta á Mína skoðun á Skonrokki í gær, fannst nú að menn hefðu vel getað rætt eitthvað annað en enska boltann en þeir félagara minntust ekki á annað nema jú að lesa upp NBA úrslitin.

En meðal þess sem þeir ræddu var að myndavélavæða dómgæslu í knattspyrnu. Því er ég algjörlega ósammála. Ég verð allavega að fá góðan rökstuðning um hvernig á að framkvæma það.
Tökum sem dæmi rangstöður. Ef nota á myndavélar við rangstöðu þá verður að setja upp myndavélabúnað á hliðarlínur allra valla sem er á braut og fylgir alltaf næst aftasta varnarmanni eins og reglan segir. Þetta er tæknilega hægt en kostar helling af peningum. Annað er að nú má aðstoðardómarinn ekki dæma rangstöðu meira, það verður alltaf að spila “playið” og svo er það myndavéladómarans að dæma um hvort rangstaða var eða ekki. Ef um rangstöðu var að ræða er búið að eyða kannski 20-30 sek í leiknum í eitthvað sem átti ekki að vera með.

Varðandi brot og ekki brot þá er spurning hvernig á að framkvæma það? Á að stoppa leikinn í hvert skipti sem menn snertast og bíða eftir að myndavéladómarinn kveði upp úrskurð eftir að hafa spólað fram og til baka á sýnum skjá? Leikmennirnir fá sér bara kaffi á meðan og fólkið í stúkunni skreppur í sjoppuna. Ef þetta verður þannig að dómarinn á leikvellinum hefur enn völd til að flauta, hvað á þá að gera ef hann dæmdi aukaspyrnu sem myndavéladómarinn sér svo að var ekki aukaspyrna? Hvað ef dómarinn á vellinum gefur rautt spjald sem myndavéladómarinn sér svo að er rangt, má hann þá koma inná aftur? Hversu langt má líða frá því brot verður þangað til að myndavéladómarinn kveður upp dóm sinn?

Eina sem ég get séð að svona dómari geti gert er að benda dómaranum á að hann hefði getað gefið eitthvað spjald, þ.e. myndavéladómarinn getur fjölgað spjöldum í leiknum, ekki tekið þau til baka. Það yrði bara gert eins og það er gert í dag, eftir leik þar sem einhver nefnd skoðar atvik og dæmir menn í leikbönn eða tekur spjöld af þeim.

Hitt myndi drepa íþróttina, fólk kemur á völlinn til að upplifa spennuna og hið óvænta og það er bara þannig að mannleg mistök verða alltaf hluti af þessu, best er það verði sem fæst.

Að hafa tvo dómara og tvo aðstoðardómara væri eflaust besti kosturinn, betur sjá augu en auga. Þetta kom til tals á Skonrokki í gær og einhver sagði að þetta hafi verið prófað og ekki gengið upp vegna þess að dómarar voru ekki alltaf sammála um hvað ætti að dæma. Ég blæs á þessi rök. Í bæði handbolta og körfubolta eru tveir dómarar og þar er bara ákveðið verklag sem unnið eftir og það gætu fótboltadómarar vel tileinkað sér á smá tíma. Menn verða jú að vera skynsamir og vægja stöku sinnum. Ég man reyndar eftir einum handboltaleik í Vestmannaeyjum þar sem dómarar leiksins lentu í miklu rifrildi um einhvern dóm, það held ég að segi meira um þá en að tveir dóamrar dæmi leik. Ég hef í það minnsta dæmt um 1000 körfuboltaleiki og oftast haft meðdómara og samvinna gengið mjög vel. Ég hef líka dæmt fótbolta og veit vel að tveir dómarar myndu dæma betur en einn dómari. Í körfubolta eru menn jú að fara úr tveimur dómurum í þrjá, því þrír sjá betur en tveir. Það verða samt að vera takmörk fyrir hversu margir dómarar verða en eins og ég hef áður sagt, betur sjá augu en auga.


 
laugardagur, janúar 01, 2005
 
Gleðilegt ár, eða gleðilegt sítt hár eins og Lalli Jóns (ekki Johns) segir.

Áramótaheitið er að vera duglegri að blogga á nýju ári.


 
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur