Tilraunasíða Rúnars
sunnudagur, janúar 30, 2005
 
Svona af því að ég var að röfla um tækni við dómgæslu í knattspyrnu þá má ég til með að segja ykkur frá nýjung sem einhverjir skólafélagar mínir eru að þróa.
Þeir eru búnir að finna um tækni til að meta rangstöðu nákvæmlega á þeim tímapunkti sem þarf að meta það. Þetta eru einhverjir þrír nema sem eru settir á alla leikmenn og þegar knettinum er spyrnt þá skynja græjurnar hvar leikmenn eru staðsettir miðað við aðra leikmenn og ef um rangstöðu er að ræða þá er eitthvað sem titrar hjá aðstoðardómaranum. Það á reyndar eftir að þróa þetta betur, t.d. er erfitt að staðsetja skynjarana því annað hvort verður að líma þá á leikmennina eða næla í búninginn og þá mega menn ekkert vera að rífa sig úr fötunum eða í mjög harkalegum návígjum. Kannski strembið í fótbolta.

Væri þó strembnara í handbolta þar sem leikurinn gengur út á sveitt og innileg faðmlög af kröftugri gerðinni. Annars var ég að skoða Moggann á netinu í vikunni. Þar var mynd af þeim tveimur Íslendingum sem hvíldu í leiknum gegn Slóvenum, Ingimundi Ingimundarsyni og Hreiðari Guðmundssyni. Fyrsta sem ég tók eftir var að Hreiðar var með efri vörina stútfulla af tóbaki. Þetta þykir mér ekki sniðugt, þessi menn verða að átta sig á að þeir eru fyrirmyndir. Handboltaforystan keppist við að fá fleiri iðkendur og góður árangur landsliða hjálpar til við það. En fyrir unga iðkendur er það slæmt að sjá stjörnurnar fullar af tóbaki, þeir hljóta að hugsa að leiðin til að komast í landsliðið sé að nota nógu mikið tóbak! Þessi umræða hefur verið tekin áður og verður það eflaust áfram. Munntóbakið hefur lengi verið vinsælt í fótboltanum og eflaust í körfu og handbolta líka, sem og öðrum íþróttum. En mér þykir slæmt að menn geti ekki sleppt þessu þegar þeir eru undir merkjum landsliða og jafnvel félagsliða sinna. Þetta minnir mig þó á símtal sem ég heyrði í þættinum hans Valtýs Björns þegar ég var á Íslandi um jólin. Blessuð sé minnig þess þáttar. En það hringdi einhver inn og sagðist hafa séð Sigfús Sigurðsson með sígarettu á Glaumbar. Þetta sýnir kannski hvernig fólk lítur á þessa menn. Nú er Sigfús meiddur og alls ekki í landsliðinu, en fólk tekur eftir öllu sem svona þekkt andlit gera.

Svo er minn gamli skóli, Laugar, kominn í sjónvarpið í Gettu betur, það hefur ekki gerst síðan kallinn var sjálfur í liðinu - 1994. Árið áður komst skólinn einnig í sjónvarp. Sannarlega gaman að því að svona lítill skóli nái þessum árangri, líka gaman að sjá að skólinn sé á uppleið aftur. Mér hefur fundist hann í hálfgerðri lægð undanfarin ár en miðað við nýja heimasíðu nemendafélagsins virðist vera mikið líf þarna núna. Körfuboltaliðið vann líka sinn fyrsta sigur í 2. deildinni í mörg ár og það gegn stórliði Smára frá Varmahlíð.

Hvað haldið þið, pabbi gamli, fékk eitt atkvæði í kosningu um kynþokkafyllsta karlmann Íslands á Rás 2 á bóndadaginn. Og svo það sé á hreinu þá kaus mamma hann ekki, ef sá sem kaus hann les þetta þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að senda mér tölvupóst, runar@mikkivefur.is
Maður verður greinilega að bíða þar til maður verður fimmtugur til að komast á þennan lista.
Ég má líka til með að benda þeim sem ætla að leggja leið sína til Danmerkur á bílaleigu sem var að frétta af, DanskAutoRent. Þetta er sú ódýrasta sem ég hef heyrt um og ég hef reynslusögu frá fyrstu hendi sem gefur leigunni toppeinkunn. Sá var kominn 45 mínútum fyrr af stað frá Kastrup en hann hafði reiknað með og það var þjónustu þeirra hjá DanskAutoRent að þakka.

Svo smá tölfræði í lokin. CIA heldur úti ágætum síðum um allt mögulegt, þ.á.m. síður með allskyns upplýsingum um hverja þjóð í heiminum. Þar kemur fram að strandlengja Danmerkur er 7314 km en Íslands 2326 km styttri eða 4988 km, samt er Ísland 103.000 fkm en Danmörk aðeins 43094 fkm.
Reyndar var einhver umræða um að mælinar Landmælinga Íslands væru rangar, eitthvað fyrirtæki sem heitir Loftmyndir með nýjar niðurstöður. Ég las svo á vef Landmælinga að þær tölur sem Loftmyndir vitnuðu í væru gamlar, Landmælingar hefðu gefið út nýjar tölur löngu fyrr. Auk þess hef ég heyrt að mörg kort Loftmynda séu ekki alveg rétt. Skondið að hafa samkeppni í hvað Ísland er stórt.
Hver býður best.
 
Comments: Skrifa ummæli

<< Home
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur