Tilraunasíða Rúnars
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
 
Þar sem maður er alltaf að skrifa upp fréttir úr dönskum blöðum, þá heldur maður því bara áfram.

Í gær var verið að skrifa um að bókasafn lögfræðinema hér í Århus hafi verið að eyða helling af peningum í að leggja einhverjar mottur á gólfið. Það er svo mikið af stelpum í náminu og eins og allir vita þá þurfa lögfræðinga að vera vel til fara og hjá konum heitir það að vera vel til fara að vera í háhæluðum skóm. Það er háhæluðu skórnir sem valda því að það þarf að leggja motturnar því það er steingólf fyrir og þegar lögfræðipæjurnar birtast á bókasafninu þá er svo mikill hávaði að aðrir nemendur geta ekki einbeitt sér!!

Lögfræðinemabókasafnið í Kaupmannahöfn telur sig þó hafa annað með peningana að gera.

Dönsku meistararnir í körfu eru að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta skipti, þeir eru búnir að fara til Portúgals og Frakklands og spila, fara svo til Íslands í næstu viku. Ég er orðinn svakalega þreyttur á viðtölum við þá, öll þeirra svör eru: "Við förum og gerum okkar besta, reiknum ekki með sigri, þetta er jú í fyrsta skipti sem við tökum þátt". Bullshit, hver fer í leik til þess að tapa? Kannski Danir, það má jú enginn vera betri en annar í Danmörku, allir jafnir. Danir eru samt bestu skinn. Bakken bears sömdu á dögunum við Chris Christoffersen, risastóran Dana frá Borgundarhólmi (kannski afkomandi íslensk glæpamanns). Gaurinn hefur leikið í útlöndum allan sinn feril og er að leita að liði. Bakken samdi við hann til jóla! Þá er Evrópukeppnin búin og hann búinn að sýna sig og hann vonast til að vera kominn með tilboð annarsstaðar frá þá. Gott að byggja liðið upp svona fyrir meistarabaráttuna í vor. Reyndar virðast allir danskir atvinnumenn á leið heim til Danmerkur. Nicolai Iversen sem samdi við lið á Mallorca í sumar er á leið heim, Peter Johansen sem ætlaði sér stóra hluti í Evrópu er kominn til Team Sjælland og spilar þar með Kevin Grandberg. Christian Drejer og Michael Dahl Anderson eru þó enn hjá sínum liðum og Chris Coleman eða hvað hann heitir sá með svakalega mikla hárið.

Ég fór að hugsa um það áðan þegar ég las íslensku blöðin og fullt af mönnum að hætta í hinum og þessum störfum vegna tengsla sinna við Olíumafíuna. Skyldu þeir hafa haft samráð um að hætta allir í dag? Bregðast allir eins við.

Þessi olíuumræða vekur líka spurningar um stöðu míns ástkæra Penna, er þeirra staða á markaðnum ekki svolítið ógnvænleg? Ef við tökum ritföng þá eru þeir með Pennabúðirnar, Eymundsson selur ritföng stundum, Griffill og Mál og Menning. Office 1 er að sprikla á móti, hverjir aðrir? Penninn selur jú flest öll ritföng í Kaupásbúðirnar og Hagkaupsbúðirnar. Þarna er maður jú að tala um eitt fyrirtæki sem stjórnar öllu, ekki þrjú sem þurfa að hafa samráð.
Líka merkilegt að stjórnarformaður Pennans er nefndur af og til í skýrslu Samkeppnisstofnunar um Olíumafíuna. Hann er líka tengdur stjórnarformanni Símans.
Þetta er allt ein mafía.
Nú fæ ég aldrei vinnu í Pennanum aftur.
 
Comments: Skrifa ummæli

<< Home
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur