Tilraunasíða Rúnars
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
 
Danir eru besta fólk, það er samt ýmislegt í fari þeirra sem fer í pirrunar á manni. Eflaust er margt sem pirrar Dani sem eru á Íslandi.

Danir reykja svo að segja hvar sem er, það er fátt eins pirrandi og að koma inn í klefa þegar maður er búinn að dæma og leikmenn eru komnir í smók inni í klefanum. Já við dómarar þurfum oft að deila klefum með leikmönnum. En merkilegur ósiður að reykja inni í klefanum, sök sér þó menn séu komnir í ölið.

Annað eru hundarnir. Þeir eru inn um allt. Í skólaferðalagi sem ég fór í í fyrra og við gistum í einhverju húsi úti í sveit, þar var stelpa með sem eldaði ofan í okkur. Hún var með hundinn sinn með og ég held að hann hafi haft jafnmikið með eldamennskuna að segja og hún, kannski hann hafi vaskað upp.
Svo var ég í Salling um daginn, þetta er risastór búð á mörgum hæðum sem selur allan fjandann. Frekar snyrtileg búð og við innganginn þar sem ég stóð er snyrtivörudeildin. Kemur ekki einhver labbandi inn með folald með sér, ok kannski ekki folald en hund á stærð við folald. Ég hefði ekki viljað vera smábarn og mæta þessum hundi inni í leikfangadeildinni.

Það er svo eitt sem maður hefur tekið eftir þegar maður býr í öðru landi, það eru allir hátíðisdagarnir og frídagarnir sem enginn veit hvaða merkingu hafa. St. Bededag, Morten bishopsdag o.s.frv. Ég er nú svo forvitinn að ég er búinn að komast að því hvað þessir tveir dagar merkja sem ég nefndi. Fyrr á öldum var konungur í Danmörku sem fannst vera orðið full mikið af frídögum svo hann skipaði svo fyrir að slatti af þeim yrði bara settur í einn dag og það er St. Bededag. Morten bishopsdag heitir í höfðuðið á einhverjum Morteni sem vildi ekki verða biskup svo hann faldi sig á meðal andanna sinna. Þær kjöftuðu frá og hann var kosinn biskup. Þess vegna borða allir endur í tilefni dagsins.
En eru kannski svona dagar á Íslandi líka, þ.e. dagar sem fólk veit ekkert afhverju eru. Ég er búinn að komast að því að það er svo. T.d. Þorláksmessa, veit fólk afhverju hún er? Er hún bara svo búðirnar séu opnar lengur síðasta dag fyrir jól og fólk hópist í bæinn? Það var einhver sem hélt það. Veit fólk að það er til Þorláksmessa á sumri? Hið rétta er að annar dagurinn er fæðingardagur Þorláks helga og hinn er dánardagur, ég man ekki hvor.

Svo eru það heiti á hinu og þessu, t.d. {, hornklofi heitir þetta á íslensku, Danirnir kalla þetta Tuborg!! Já þið lásuð rétt, Tuborg. Eftir að hafa spáð í það í hálft ár hvað þeir kölluðu þetta fór ég að spyrja og þá var mér kennt þetta. Ég sagði nú bara, afhverju? Það var fátt um svör, en jú þetta líktist eitthvað Tuborg. Ég leitaði í annað hálft ár að einhverju í Tuborg ölinu sem líktist hornklofa en fann ekkert. Ég fór því að spyrja frekar, þá líkist þetta einhverju sem var á öllum Tuborgbílum í gamla daga!! Þar hafið þið það.

En eins og menn vita þá er ég ekki mikill handboltaunnandi, allavega ekki í orði. Sem íþróttaunnandi og Íslendingur er þó ekki hægt annað en að fylgjast aðeins með. Íslenska landsliðið var að spila í Svíþjóð í síðustu viku og stóð sig vel. Þar fór Róbert nokkur Gunnarsson hamförum og vakti mikla eftirtekt. Þetta kemur þó Árósabúum ekkert á óvart, Róbert hefur farið á kostum með Århus GF í vetur og lék einnig mjög vel í fyrra. Hann er markahæstur í dönsku deildinni og skorar sjaldnast undir 10 mörkum í leikjum og liðið er á toppnum eins og er. Gæti reyndar tapað einhverjum stigum útaf fáránlegum málaferlum. En það er mikið skrifað um Róbert í Áróskum dagblöðum. Hann er í miklu uppáhaldi, ekki síst fyrir þær sakir að hann kom upphaflega til Árósa með konu sinni sem var á leið í nám. Hann langaði að spila handbolta og kom á æfingu og spurði hvort hann mætti vera með. Þeir gáfu honum sjéns og það vita flestir framhaldið. Um daginn skrifaði eitt dagblaðið að Århus GF ætti að ráða sérstaka dyraverði á leiki sína sem sjá um að meina umboðsmönnum og erlendum þjálfurum aðgang að leikjum þeirra svo þeir missi ekki Róbert.
En Róbert er ekki eini Íslendingurinn sem er að standa sig vel í Árósum, Hrafnhildur Skúladóttir spilar með SK Århus í kvennahandboltanum og Helgi Sigurðsson er með AGF í fótboltanum. Það er alls ekki óalgengt að sjá myndir af einhverju þeirra forsíðu t.d. JP Århus og alltaf fyllist maður stolti.
Dönunum finnst líka merkilegt hversu oft ég get bent þeim á Íslendinga hingað og þangað um heiminn sem vekja athygli. Þeir tala oft um að það geti ekki nokkur hræða verið eftir upp á Íslandi. Þeim finnst íslenska líka skrýtið tungumál og hlægja hástöfum þegar þeir reyna að lesa þetta ágæta blogg.
Það er líka merkilegt hvað þeir halda alltaf að það kosti mikið að ferðast til Íslands, fastir í þessum 100 þús kalli sem kostar að komast til Grænlands, en þegar maður segir þeim frá því að þeir geti fengið fram og tilbaka miða á ca 15 þús þá liggur við að þeir stökkvi upp til handa og fóta og panti miða. Þeir hafa jú flestir mikinn áhuga á að komast í Bláa lónið sem allir virðast vita um.
 
Comments: Skrifa ummæli

<< Home
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur