Tilraunasíða Rúnars
mánudagur, nóvember 08, 2004
 
Maður er orðinn steiktur þegar maður er að horfa á sjónvarp og les textann til að skilja hvað er í gangi, svo byrjar fólkið að tala íslensku og ég les textann áfram. Þetta gerðist þegar ég var að horfa á Ørnen í gær. Þeir þættir eru ekkert að klikka, maður bíður spenntur eftir næsta.

Ég las í blöðum hér í DK um daginn að 57% af þeim sem koma frá fátækum löndum til að taka þátt í hinum ýmsu knattspyrnumótum í Danmörku á sumrin nýta ekki flugmiðann til baka, þeir bara hverfa. Þetta er fólk frá Ghana, Usbekistan, Albaníu og fleiri löndum. Það voru víst yfir 250 sem komu í sumar og semsagt 57% hurfu bara. Einhverjir hafa dúkkað upp hingað og þangað um Evrópu og sótt um landvistarleyfi, en Danirnir eru ekki ánægðir með að vera misnotaðir.
Þetta minnir mig á umræðu um Rey Cup í sumar, einhver afrísk lið fengu ekki vegabréfsáritun og minnir mig að Hörður Hilmarsson hafi verið að hneykslast á þessu. Ég skil þetta vel í dag þó það sé kannski erfiðara að hverfa á Íslandi.
Heyrði líka sögu af handboltaliði frá Sri Lanka sem kom til að keppa í Þýskalandi og hvarf svo. Menn fóru eitthvað að grennslast fyrir um þetta og hringdu til Sri Lanka, þar kannaðist enginn við að nokkur kynni að spila handbolta í landinu. Þjóðverjunum hafði jú fundist gestirnir frekar daprir á vellinum.

Í tengslum við þetta var verið að gera rasíu í vegabréfsáritnum til Danmerkur. Sendiráð Dana víðsvegar um heiminn hafa víst verið að gefa allskonar fólki vegabréfsáritanir til Danmerkur og þar hverfur fólkið. Einhver starfsmaður í Póllandi gaf fullt af fólki áritun án þess að kanna hvort fólkinu hafi verið hafnað af öðrum þjóðum, séu eftirlýstir glæpamenn eða yfirleitt hvort umsóknin passar við fólkið sem fær áritnuna. Þetta var víst vegna þess að konan kunni ekkert á tölvur, hún vinnur nú á skrifstofu í Kaupmannahöfn. Held að það hafi örugglega verið hún sem gaf 12 vændiskonum áritun sem vörubílstjórum!

Ég uppgötvaði í nótt að ég er búinn að fylgjast of náið með þessu olíufélagamáli á Íslandi. Í alla nótt var ég að rannsaka málið, áttaði mig samt ekki á því hvort ég var lögga eða blaðamaður. Annars er þetta leiðindamál, fjölmiðlar keppast við að hálshöggva Þórólf Árnason. Held að menn ættu að einbeita sér að höfuðpaurunum. Samt eitt sem maður verður að hafa í huga, enginn er sekur uns sekt er sönnuð. Olíugreifarnir vilja meina að skýrslan sé ekki rétt í öllum atriðum. Hvað veit maður. Íslenskir dómstolar hafa nú ekki alltaf farið með rétt mál, samanber Geirfinnsmálið, hver veit hvað er satt í því?
Ég sá að ESSO ætlar að slíta öllu samstarfi við önnu félög, verður spennandi að sjá hvað verður um bensínið í Varmahlíð. Þar var alltaf talað um að þetta væri Kaupfélagsstöð sem keypti bara vörur af ESSO og svo seinna SHELL. Ég var jú að vinna þarna þegar SHELL kom inn, kannski er ég sekur um samráð.
En viðtal sem Þórólfur fór í á Stöð 2 var svakalegt, Jóhanna Vilhjálmsdóttir var gjörsamlega búin að ákveða að vera versti óvinur Þórólfs og bara að drulla yfir hann. Þetta fór þó þannig að hún kom svo illa út að Þórólfur fékk fína kosningu í könnuninni sem var í gangi, þökk sé Jóhönnu. Leiðinlegt þegar fólk er bara með 5 spurningar og spyr þeirra í sífellu og hleypir aldrei viðmælandanum að. Það heitir ekki viðtal, það heitir eintal. En hún er víst að hætta og fara til Köben, hún fellur örugglega vel inní hópinn á Sjálandi.

Það er ekki oft sem ég hlusta á útvarp í Danmörku, fór að dæma um daginn í Lemvig og er það um tveggja tíma akstur. Það var kveikt á útvarpinu á leiðinni og þá heyrði ég auglýsingu sem vakti athygli mína. Ætla að reyna að skrifa hana upp eins og ég man hana.
Ungur strákur les það sem hann er að slá inn á lyklaborð, er greinilega á MSN.
S1:Hæ ég heiti Jens, hvað heitir þú?
Annar strákur svarar honum.
S2:Hæ ég heiti Claus, finnst þér gaman að spila tölvuleiki.
S1:Já það finnst mér, eigum við að spila yfir netið?
S2:Já kannski, en ég á miklu skemmtilegri leiki hérna heima hjá mér... (meðan síðasta setningin er lesin þá breytist röddin í fullorðinn karlamann).
Þessi auglýsing náði til mín.
 
Comments: Skrifa ummæli

<< Home
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur