Tilraunasíða Rúnars
mánudagur, nóvember 15, 2004
 
Niels Henrik David Bohr, segir það fólki eitthvað? Eða bara Niels Bohr. Þessi danski vísindamaður fékk Nóbelsverðlaun fyrir skilgreiningu á atómum árið 1922. Þegar ég flutti til Danmerkur hafði ég heyrt þennan mann nefndan, en hann var ekki merkilegri en hver annar fyrir mér. Einstein er annar tappi sem ég hafði heyrt mikið um og hafði uppgötvað marga merkilega hluti. Á mínu fyrsta ári í skóla hér í DK þurfti ég að læra danska filosofi og þar var mikið fjallað um rökræður Bohr og Einsteins og öll kennslan gekk út á það að Bohr væri mikið merkilegri maður en Einstein. Ég og Robert Ástrali sem er með mér í bekk hlægjum alltaf jafn mikið að þessu.
Kannski er þetta svona með Halldór Laxnes, vita örugglega fáir utan Íslands hver hann er þó hann hafi fengið Nóbel verðlaun um árið.

Var annars að dæma hörkuleik í gær þar sem annað liðið mætti með klístrið í handboltaskónum og hitt kom til að spila körfubolta. Ok smá ýkt með klístrið og handboltaskóna, en þeir spiluðu handbolta en ekki körfubolta og skildu ekkert í því afhverju þeir fengu á sig 33 villur en heimaliðið 18. Þetta var lið frá 101 Kaupmannahöfn sem var mætt þarna og greinilegt að þeir voru komnir út í sveit. Héldu greinilega að það væri ekki búningsherbergi í íþróttahúsum út á landi, skiptum föt bara í salnum. Svo var karfan skökk og allt voðalega slæmt.
Einn úr heimaliðinu kom svo til mín eftir leik skellihlægjandi og sagði: "Runar, de kallede dig Jydehat og du er slet ikke fra Jylland!" (á ísl: Rúnar, þeir kölluðu þig Jótavarg og þú ert alls ekki frá Jótlandi). Mér fannst þetta frekar skondið, sérstaklega hvað Dananum þótti það fyndið að ég væri kallaður Jydehat. Á íslensku er það svipað og að vera kallaður sveitavargur, sem ég jú er!

Ég hitti Geoff Kotila þjálfar Bakken bears á laugardaginn, hann sagðist vera á leið til Íslands og kick some asses. Ég segi bara held og lykke med det Geoff.

Svo er það nú stórfréttin, Íslendingar búnir að kaupa Magasín og hóta að loka búllunni í Árósum. Ég hef nú ekki oft komið þarna inn, rándýr búð en selur besta ísinn í Árósum að flestra mati. En gaman að fylgjast með íslenskri innrás til Danmerkur, KBbanki á svo FIH bank sem eru með útibú hér í Árósum. Reyndar bara fyrirtækjabanki svo ég get ekki flutt viðskipti mín þangað.
Held samt að íslenskir bankar ættu að kenna dönskum bönkum að það er hægt að treysta fólki fyrir Dankorti. Víðast í Danmörku er aðeins hægt að borga með seðlum eða Dankorti, vandamálið er að það er andskotanum erfiðara fyrir útlendinga að fá Dankort. Maður þarf að sýna fram á veltu í marga mánuði áður, maður getur fengið Hævekort sem er kort sem maður getur notað í hraðbönkum og bara hraðbönkum þess banka sem maður er í viðskiptum við.
Getur verið pirrandi en maður venst þessu jú eins og mörgu öðru.

Svo er spurning hvort einhver Íslendingur vill ekki kaupa LEGO, það gengur frekar illa á þeim bænum og fólki sagt upp í hundruðatali. Það er bara synd ef LEGO hættir að vera til. Reyndar fannst mér meira gaman að LEGO í gamla daga þegar þetta voru bara ca 10 tegundir af kubbum og maður notaði ímyndunaraflið til að skapa, nú fá börnin allt tilbúið, bara að smella efribúk og neðribúk á einhverjum karli saman og þá er allt klárt.
Heimur versnandi fer.


 
Comments: Skrifa ummæli

<< Home
Hér tjái ég mig þegar ég hef eitthvað að segja og kraft í að skrifa það

ARCHIVES
nóvember 2003 / febrúar 2004 / apríl 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 / júní 2006 / október 2006 / nóvember 2006 / janúar 2007 / mars 2007 /

rgrss
Karfa
KKÍ
KKDÍ
Danskir dómarar
Dönsk úrslit
Danska sambandið
Norsk karfa
Sænsk karfa
Dönsk fréttasíða - danskbasket
Åbyhøj - gott spjall
Bloggarar
Ástrós Hind
María Valgarðsdóttir
Søs
Óskar
Ragnar Frosti Frostason
Stavnsvej 130
Arnar Freyr
Fanney frænka
Hulda María Doddadóttir
Gunni Freyr
Snorri Sturluson
Guðný Ebba
Mæja Páls
Mersol
Sundlararnir
Hugi Halldórsson
Stefán Arnar Ómarsson
KörfuBloggarar
Gía
Hildur Sig
Snorri Örn
Pálmar Fjölni
Helena Sverris
María Ben
Óli Þóris
Rakel Viggós
Raggi risi
Guðni dómari
Konni dómari
Pavel Ermo
Helgi Magg
Snæfellsgengið
Bjarki Gústafs
Fréttir og fleira
RÚV
Mogginn
Fréttablaðið
sport.is
fotbolti.net
skagafjordur.com
Hekla
B2
Personal
Bankinn - KB banki
Bankinn - NK
Bankinn - DB
Íslenskt útvarp
Dönsk símaskrá
Leikirnir mínir í DK
Orðabók
Skafirskir bloggarar
Óskar Sigurðsson
Arnar Freyr Frostason
Guðný Ebba Þórarinsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Björn Ingi Óskarsson, Stefán Friðriksson og Þráinn Vigfússon
Hugi Halldórsson
Brynjar Rögnvaldsson
Magnús Freyr Gíslason
Freyr Rögnvaldsson
Atli Gunnar Arnórsson
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Arndís Berndsen
Davíð Rúnarsson
Ragnar Smári Helgason
Valgerður Bjarnadóttir
Arna Björg Bjarnadóttir
Silja Rut
Sindri Rögnvaldsson
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Fanney Björk Frostadóttir
Una Bjarnadóttir
Björn Margeirsson
Ragnar Frosti Frostason
Ólafur Margeirsson
Stefán Arnar Ómarsson
Hulda María Frostadóttir
Hákon Frosti Pálmason
Kolbeinn Gíslason
Árni Páll Gíslason
Ragnar Már Magnússon
Laugabörn
Ástrós Hind Rúnars Gíslasonar
Áki Hlynur Andra Árnasonar
María Björt Berglindar Árnadóttur
Daníel Freyr Sveins Auðuns Sveinssonar
Daníel og Gabríel Öldu Eir Helgadóttur
Katrín Anna og Lísbet Eva Önnu Dísar Jónsdóttur
Antoníus Bjarki Önnu Dísar Jónsdóttur
Kamilla Huld Bjarneyjar Jónsdóttur
Enóla Ósk Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Einar Vilberg Lilju Daggar Vilbergsdóttur
Júlíus Freyr Lilju Daggar Vilbergsdóttur